Sport

Sævar æfir í tveggja km hæð til að undirbúa sig fyrir ÓL

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sævar Birgisson.
Sævar Birgisson. Mynd/sbirgisson.com
Skíðagöngumaðurinn Sævar Birgisson verður fyrstur íslenskra íþróttamanna til þessa að keppa á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí en lokaundirbúningur hans fyrir leikana fer fram á Ítalíu.

Sævar Birgisson er við æfingar í Seiser Alm á Ítalíu en skíðasvæðið í Seiser Alm er staðsett í 1800 til 2000 metra hæð yfir sjávarmáli. Sævar er þar í svokallaðri hæðaraðlögun.

Í frétt á heimasíðu Skíðasambands Íslands segir Sævar að aðstæður séu eins og best sé á kosið, en það er um 5-10° frost og sól alla daga.

Sævar að fara um 30 kílómetra á hverri æfingu en hann segist æfa mjög rólega til þess að venjast hæðinni. Inni á milli æfir hann þó hraðar enda að fara að keppa í sprettgöngu í Sotsjí. Sævar segir að það gangi gríðarlega vel að æfa og vonast hann til þess að toppa á ólympíuleikunum í Sotsjí.

Sævar mun vera áfram við æfingar í Seiser Alm fram að helgi en þá mun hann færa sig yfir til Toblach sem einnig er á Ítalíu og hann keppir síðan á heimsbikarmóti þar.

Sævar keppir í sprettgöngu og 15 kílómetra göngu í Sotsjí. Sprettgangan fer fram 11.febrúar og 15 kílómetra gangan verður svo 14.febrúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×