Handbolti

Þúsundir Norðmanna munu styðja sína menn í dag

Henry Birgir Gunnarsson í Álaborg skrifar
Norsku áhorfendurnir eru líflegir.
Norsku áhorfendurnir eru líflegir. nordicphotos/afp
Norðmenn eru áberandi í Álaborg í dag en búist er við allt að 4.000 Norðmönnum á leikinn gegn Íslandi á EM í dag.

Ofan á það má búast við því að fólkið hér í Álaborg styðji við bakið á Norðmönnum enda eru tveir leikmenn norska liðsins að spila með Álaborg.

Nokkur hundruð Norðmenn heilsuðu upp á liðið í miðbænum í gær. Þeir skemmtu sér svo langt fram eftir nóttu.

Handknattleikssamband Noregs hefur í samstarfi við ferðaþjónustuaðila þar í landi boðið upp á mjög ódýrar ferðir til Álaborgar og það hafa Norðmenn nýtt sér.

Ísland verður því á útivelli í Gigantium-höllinni í dag. Leikurinn hefst klukkan 15.00 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Guðjón Guðmundsson mun einnig lýsa leiknum á Bylgjunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×