Handbolti

Spánn vann Ungverjaland örugglega

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Rivera stóð að vanda fyrir sínu
Rivera stóð að vanda fyrir sínu mynd:nordicphotos/afp
Heimsmeistarar Spánar áttu ekki í teljandi vandræðum með Ungverja í fyrsta leik sínum á Evrópumeistaramótinu í handbolta í kvöld. Spánn vann leik þjóðanna 34-27.

Spánn var sjö mörkum yfir í hálfleik 17-10 og hljóp aldrei nein spenna í leikinn í seinni hálfleik.

Ungverjaland er næsti andstæðingur Íslands og er liðið hættulegur andstæðingur þó liðið hafi ekki átt möguleika gegn ógnarsterku liði Spánar.

Breiddin er mikil hjá Spáni og skoruðu 12 leikmenn liðsins í dag. Mest skoruðu Albert Rocas og Victor Tomas eða 5 mörk hvor. Juan Andreu og Valero Rivera skoruðu 4 mörk hvor.

Það skoruðu líka 12 Ungverjar í dag þó gæðin séu ekki þau sömu í breiddinni og hjá Spáni. Gergo Ivancsic skoraði 6 mörk og Mate Lekai 4.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×