Handbolti

Gaupi lýsir leik Íslands og Ungverja á Bylgjunni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamaður á Stöð 2 Sport og Bylgjunni.
Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamaður á Stöð 2 Sport og Bylgjunni. vísir/Vilhelm
Íþróttafréttamaðurinn Guðjón Guðmundsson mun lýsa leik Íslands og Ungverjalands á Bylgjunni í kvöld.

Leikurinn hefst klukkan 17:00 og er þetta annar leikur íslenska landsliðsins á Evrópumótinu í handknattleik sem fram fer þessa dagana í Danmörku.

Ísland vann fyrsta leikinn gegn Norðmönnum og getur liðið tryggt sér sæti í milliriðlinum með sigri í dag.

Hér má hlusta á útsendinguna á Bylgjunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×