Handbolti

Aron: Var brjálaður í leikslok

Henry Birgir Gunnarsson í Álaborg skrifar
Aron var frábær í kvöld.
Aron var frábær í kvöld. vísir/daníel
Aron Pálmarsson fór strax í kælingu eftir leikinn í kvöld og var með kælingu á hné og niður er blaðamaður ræddi við hann. Hann sagðist vera í lagi þó svo hann finndi fyrir verkjum.

Skyttan unga og öfluga lentí því að draga vagninn ansi mikið í kvöld og það tók á fyrir mann sem gengur ekki alveg heill til skógar.

"Það er alveg rétt. Við vissum að þetta yrði erfitt því þeir eru með mjög sterka vörn. Þeir spiluðu vel gegn okkur. Rúnar þurfti að fara mikið inn úr horninu og eðlilegt að fari ekki allt inn hjá honum þar. Hann gerði samt gríðarlega vel í lokamarkinu. Við hefðum líka mátt gera betur manni fleiri."

Aron var smám saman að ná áttum er hann hitti á blaðamann Vísis en engu að síður fúll eins og félagar hans enda sætta þeir sig aldrei við neitt annað en sigur.

"Ég var drullufúll fyrsta korterið eftir leikinn en þegar þú stillir þessu svona upp núna að við séum komnir áfram og allt það þá er þetta kannski ekki alveg hræðilegt. Ég var brjálaður um leið og leik var lokið því ég vildi svo mikið vinna þennan leik.

"Stig er betra en ekki neitt. Við hefðum verið í erfiðum málum ef við hefðum tapað. Úr því sem komið var og geta ekki drullast til þess að klára þetta því við erum síst með lakara lið en þeir. Við áttum bara að vinna þetta," sagði Aron og dró andann djúpt.


Tengdar fréttir

Aron: Svekktur að hafa ekki unnið leikinn

"Þetta var gríðarlega erfiður leikur. Við byrjuðum illa og vorum allt of passífir í vörninni," sagði Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari eftir spennuleikinn mikla gegn Ungverjum.

Arnór: Eigum að vinna þetta lið

Strákarnir okkar voru þungir á brún eftir leikinn gegn Ungverjum. Þeir eru komnir áfram í milliriðil en vildu sigur og ekkert annað í kvöld.

Kári: Verðum að hafa þor til þess að sækja á markið

"Getum við ekki bara verið sáttir með þetta? Einn punktur í leik þar sem þetta var orðið svolítið erfitt hjá okkur,“ sagði Fenrísúlfurinn Kári Kristján Kristjánsson eftir jafnteflið gegn Ungverjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×