Handbolti

Danir unnu og Patti komst áfram

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Michael Knudsen fagnar marki í leiknum.
Michael Knudsen fagnar marki í leiknum. Vísir/Getty
Danmörk hafði betur gegn Tékklandi, 33-29, í Herning í kvöld og tryggðu þar með að liðið fari áfram í millriðlakeppnina með fjögur stig.

Danir fóru mikinn í fyrri hálfleik og skoruðu þá 21 mark gegn sextán frá Tékkum, sem náðu aldrei að ógna forystu Dananna í síðari hálfleik.

Þar með er ljóst að Tékkland er úr leik á EM í handbolta en Austurríki, undir stjórn Patreks Jóhannessonar, kemst í milliriðlakeppnina. Austurríki tapaði fyrr í dag fyrir Makedóníu og fer því áfram án stiga.

Ísland og Austurríki eigast við í fyrstu umferð milliriðlakeppninar á laugardaginn.

Danir unnu alla leiki sína í A-riðli og virðast til alls líklegir í milliriðlinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×