Sport

Vladimir Putin tók þátt í íshokkíleik

Það fór vel á með Vladimir Putin og Vyacheslav Fetisov sem er gömul rússnesk íshokkístjarna.
Það fór vel á með Vladimir Putin og Vyacheslav Fetisov sem er gömul rússnesk íshokkístjarna. Mynd/AP
Vladimir Putin, forseti Rússlands er mættur til Sochi til að kanna aðstæður fyrir vetrarólympíuleikana sem hefjast 7. febrúar næstkomandi.

Putin nýtti tímann í Sochi og skellti sér bæði á skíði ásamt því að prófa íshokkí. Putin mun eyða næstu dögum að ferðast um Ólympíusvæðið og kanna aðstæður keppenda en Putin hefur heitið því að leikarnir eigi eftir að ganga vel og örugglega fyrir sig.

Putin sem hefur sýnt sig og sannað í karate og júdó tók þátt í stjörnuleik í íshokkí með fyrrum stjörnuleikmönnum og stjórnmálamönnum.

Mynd/AP
Mynd/AP



Fleiri fréttir

Sjá meira


×