Lífið

Eggert klæðir breska sjéntilmenn í feldi

Eggert feldskeri og Jeremy Clarkson kynntust á Íslandi fyrir nokkrum árum og hafa æ síðan haldið vinskap.
Eggert feldskeri og Jeremy Clarkson kynntust á Íslandi fyrir nokkrum árum og hafa æ síðan haldið vinskap.

„Anderson og Sheppard eru taldir með vönduðustu herraklæðskerum í Bretlandi. Þeir sérhæfa sig í afar vönduðum fatnaði og síðastliðin þrjú ár höfum við verið að gera fyrir þá smáhluti,“ segir Eggert Jóhannsson, betur þekktur sem Eggert feldskeri, og á við fylgihluti á borð við húfur.

Eggert hélt móttöku í London í vikunni þar sem feldskerinn Eggert og vörur hans voru kynntar fyrir viðskiptavinum Anderson & Sheppard í nýrri verslun þeirra í London.

„Nú tókum við skref fram á við með því að kynna mig og mínar vörur fyrir þeirra viðskiptavinum í nýju versluninni,“ segir Eggert jafnframt, en merkið Anderson og Sheppard var stofnað árið 1906 og því með yfir hundrað ára reynslu í klæðskerageiranum.

„Ég tek allt í litlum skrefum. Það besta sem gæti komið út úr þessu er það að þetta yrði skref fram á við. Þarna fæ ég að vinna við hlið fólks sem er þekkt fyrir vandaða vöru – með bestu fagmönnum í Bretlandi og það er gríðarlegur heiður fyrir mig,“ segir Eggert léttur í bragði.

Hópur af fyrirsætum klæddust fötum frá Eggerti og vöktu mikla lukku.

Eins og sjá má á myndum sem fylgja voru margir mættir til að berja flíkur Eggerts augum í versluninni á Clifford Street.

„Ég var svo lánsamur að kynnast mörgum úr bransanum hér í Bretlandi í gegnum Adrian Gill, en Jeremy Clarkson þáttastjórnandi Top Gear, kynnti okkur Adrian,“ segir Eggert. Jeremy Clarkson lét sig ekki vanta í gleðskapinn eins og sjá má á myndunum.

Adrian Gill sá um að bjóða í teitið, en hann er einn þekktasti og umdeildasti blaðamaður Bretlands og skrifar fyrir blöð á borð við Sunday Times og Esquire.

Blaðamaðurinn A.A. Gill og þáttastjórnandinn Jeremy Clarkson eru vinir Eggerts, en þeir sáu um að bjóða gestum til veislunnar.
Þessi klæddi sig í flíkur Eggerts frá toppi til táar
Það var margt um manninn og margir sem lögðu leið sína á Clifford Street til að berja flíkur Eggerts augum


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.