Lífið

Reykvíkingar láta ljós sitt skína

Marín Manda Magnúsdóttir skrifar
Auðunn Blöndal er þáttastjórnandi Ísland Got Talent. Síðustu prufurnar fara fram um helgina.
Auðunn Blöndal er þáttastjórnandi Ísland Got Talent. Síðustu prufurnar fara fram um helgina.
„Ég vona að sem flestir kýli á þetta því það eru 10 milljónir í verðlaun og það verður hrikalega gaman hjá okkur í vetur,“ segir Auðunn Blöndal, þáttarstjórnandi Ísland got talent sem verður á dagskrá í vetur á Stöð 2.

Á morgun og sunnudags frá klukkan 10 fara fram áheyrnarprufur fyrir þáttinn í Reykjavík þar sem hæfileikaríkir keppendur eru sigtaðir út. Fólk á öllum aldri er hvatt til að mæta upp í Fjölbrautaskólann í Breiðholti og sýna hvað í því býr.

Leitað er að einstaklingum sem og hópum eða pörum sem geta sungið, dansað, leikið, gert töfrabrögð, áhættuatriði og fleira.

Dómarar Ísland got talent-þáttaraðarinnar eru þau Bubbi Morthens, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Jón Jónsson og Þórunn Antonía Magnúsdóttir. Á Facebook-síðu Stöðvar 2 er fólk einnig hvatt til að tagga einstakt og hæfileikaríkt fólk á síðunni.

„Við erum búin að halda prufur hringinn í kringum landið og endum núna í Reykjavík. Það er spáð miklu af fólki um helgina og við hvetjum alla til að mæta því þetta verður mikið stuð,“ segir Auðunn glaður í bragði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×