Fótbolti

Hvað gerir Aron?

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Aron Jóhannsson.
Aron Jóhannsson. Fréttablaðið/Stefán

Lars Lagerbäck, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, tilkynnir í dag hverjir verða í hópnum fyrir leikinn gegn Slóveníu á Laugardalsvelli 7. júní.

Leiksins er beðið með mikilli eftirvæntingu enda gæti Ísland skellt sér í toppsæti E-riðils í undankeppni HM 2014. Fróðlegt verður að sjá hvort framherjinn Aron Jóhannsson verði valinn í hópinn.

Aron hefur verið iðinn við kolann undanfarið ár fyrst með AGF í Danmörku og síðustu vikurnar með AZ Alkmaar í Hollandi. Frammistaða Arons hefur einnig vakið athygli Jürgen Klinsmann, landsliðsþjálfara Bandaríkjanna. Aron á íslenska foreldra en bjó í Bandaríkjunum til þriggja ára aldurs. Hann er því með bandarískt ríkisfang og gæti því kosið að spila fyrir Bandaríkin þar sem hann hefur ekki spilað fyrir A-landslið Íslands enn sem komið er.

Bandaríkin mæta Jamaíka þann 7. júní og því gæti komið upp sú staða að Aron þyrfti að velja á milli landsliðanna strax á morgun. Framherjinn hefur verið þögull sem gröfinn undanfarna mánuði varðandi valið og sagt að málin munu ekki skýrast fyrr en hann verði valinn í landsliðið. Hvort heldur það íslenska eða bandaríska.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×