Innlent

Ólympíufari synti Guðlaugssund

Þórunn Elísabet Bogadóttir skrifar
Vestmannaeyingar hafa minnst afreks Guðlaugs í 28 skipti og synda sex kílómetra, eins og hann gerði í Helliseyjarslysinu.
Vestmannaeyingar hafa minnst afreks Guðlaugs í 28 skipti og synda sex kílómetra, eins og hann gerði í Helliseyjarslysinu. Mynd/Óskar P. Friðriksson
Fjöldi fólks kom saman í Sundhöllinni í Vestmannaeyjum í gær til að synda svokallað Guðlaugssund. Synt er til heiðurs Guðlaugi Friðþórssyni, sem synti sex kílómetra til lands eftir að Hellisey sökk árið 1984.

Ólympíumeistarinn Jón Margeir Sverrisson var á meðal þeirra sem syntu í Eyjum í gær. Friðrik Ásmundsson, fyrrverandi skólastjóri Stýrimannaskólans í Vestmannaeyjum, hefur haldið utan um Guðlaugssundið öll árin sem það hefur verið haldið, í 28 skipti.

Guðlaugur hefur yfirleitt mætt og heilsað upp á sundfólkið, en hann hafði tilkynnt fyrir sundið í ár að hann myndi ekki mæta nú.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×