Innlent

Ólympíufari synti Guðlaugssund

Þórunn Elísabet Bogadóttir skrifar
Vestmannaeyingar hafa minnst afreks Guðlaugs í 28 skipti og synda sex kílómetra, eins og hann gerði í Helliseyjarslysinu.
Vestmannaeyingar hafa minnst afreks Guðlaugs í 28 skipti og synda sex kílómetra, eins og hann gerði í Helliseyjarslysinu. Mynd/Óskar P. Friðriksson

Fjöldi fólks kom saman í Sundhöllinni í Vestmannaeyjum í gær til að synda svokallað Guðlaugssund. Synt er til heiðurs Guðlaugi Friðþórssyni, sem synti sex kílómetra til lands eftir að Hellisey sökk árið 1984.

Ólympíumeistarinn Jón Margeir Sverrisson var á meðal þeirra sem syntu í Eyjum í gær. Friðrik Ásmundsson, fyrrverandi skólastjóri Stýrimannaskólans í Vestmannaeyjum, hefur haldið utan um Guðlaugssundið öll árin sem það hefur verið haldið, í 28 skipti.

Guðlaugur hefur yfirleitt mætt og heilsað upp á sundfólkið, en hann hafði tilkynnt fyrir sundið í ár að hann myndi ekki mæta nú.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.