Sport

Agnes Suto náði besta árangri fimleikalandsliðsins

Okkar fólk sem tók þátt í úrslitunum í dag.
Okkar fólk sem tók þátt í úrslitunum í dag. mynd/fimleikasambandið
Íslenska fimleikalandsliðið stóð sig vel á Norður-Evrópumótinu í áhaldafimleikum. Ísland átti þrjá fulltrúa í úrslitunum í dag.

Agnes Suto náði bestum árangri Íslendingana en hún hafnaði í fimmta sæti á tvíslá. Agnes var einnig í úrslitum í stökki og þar hafnaði hún í sjötta sæti.

Sigríður Hrönn Bergþórsdóttir endaði áttunda sæti í gólfæfingum og Jón Sigurður Gunnarsson varð sjöundi í stökki.

Í fjölþrautinni náði Sigurður Andrés Sigurðsson bestum árangri strákanna með því að hafna í tuttugasta sæti. Agnes Suto gerði enn betur og hafnaði í þrettánda sæti í fjölþrautinni.

Fínasti árangur hjá krökkunum og í tilkynningu frá Fimleikasambandinu kemur fram að þjálfarar liðsins hafi verið hæstánægðir með árangurinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×