Tónlist

Tónlist er þerapían mín

„Tónlist er þerapían mín. Hún getur snert mig á alls konar vegu. Slegið á strengi innra með mér. Ég hef samið lag og áður en ég veit eru tárin farin að trítla. Þá verður einhver galdur til,“ segir Agnar Agnarsson, einnig þekktur sem tónlistarmaðurinn Agzilla, í skemmtilegu viðtali.

Agnar var innsti koppur í búri þegar danstónlistin ruddi sér braut hérlendis og erlendis á níunda áratugnum og er meðal annars góðvinur Goldie.

Hér fyrir ofan er hægt að horfa á Agnar í nýjasta þætti Á bak við borðin, þar sem tónlistarmennirnir Intro Beats og Guðni Impulze hafa í haust heimsótt tónlistarmenn í hljóðverin þeirra, grennslast fyrir um vinnuferli og hvernig þeir búa til tónlist.

Í fyrri þáttum Á bak við borðin komu tónlistarmennirnir Housekell, Pedro Pilatus, Steve Sampling, Leifur ljósvaki, Berndsen og Doddi úr Samaris fram.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×