Sport

Féll niður úr stúkunni | Myndband

Óhugnalegt atvik átti sér stað á leik Buffalo Bills og New York Jets í NFL-deildinni í gær. Þá féll áhorfandi úr efstu stúku og niður í þá næstu en það er talsvert fall.

Sá er féll tók þá glórulausu ákvörðun að renna sér eftir stúkunni með þeim afleiðingum að hann féll aftur fyrir sig og á áhorfanda fyrir neðan sig.

Báðir áhorfendur voru fluttir á spítala. Sé er féll meiddist á öxl en hinn á höfði. Það er með hreinum ólíkindum að enginn hafi látist í þessu slysi.

Atvikið óhugnalega má sjá hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×