Innlent

Egill ætlar að áfrýja

Guðríður Jónsdóttir og Egill Einarsson í Hérðasdómi Reykjavíkur í september.
Guðríður Jónsdóttir og Egill Einarsson í Hérðasdómi Reykjavíkur í september. Mynd/Villi
„Báðum þessum dómum verður áfrýjað til hæstaréttar,“ segir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður Egils Einarssonar. „Sú niðurstaða héraðsdóms að ómerkja ummæli stefnu, Sunnu Ben Guðrúnardóttur, um Egil Einarsson er rétt. Þegar dómarinn var búinn að komast að þeirri niðurstöðu átti hún [Ingibjörg Þorsteinsdóttir] að sjálfsögðu að dæma miskabætur. Af þeirri niðurstöðu leiðir beint að stefnda hefur framið ólöglega meingerð gegn æru stefnanda. Því bar héraðsdómi að dæma stefnanda miskabætur og dæma stefndu til greiðslu málskostnaðar.“

Um hinn dóminn, í máli gegn Inga Kristjáni Sigurmarssyni, segir Vilhjálmur: „Sá dómur er rangur. Það er augljóst að ummælin „You fucking rapist bastard“, innihalda ærumeiðandi aðdróttun, refsiverða, og þeim dómi verður að sjálfsögðu áfrýjað.“

Vilhjálmur segir með ólíkindum að ekkert samræmi sé milli dóma í héraði. Fyrir mánuði var kveðinn upp dómur, fyrir hliðsettum dómsstól, sem var á annan veg. Þar var dómari Hildur Briem sem dæmdi sömu ummæli gegn Agli ómerk, og var stefndu gert að greiða miskabætur og málskostnað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×