Sport

Allt jafnt í World Series

Kardinálarnir fagna.
Kardinálarnir fagna.
Úrslitaeinvígið í bandaríska hafnaboltanum, World Series, er hafið og í gær fór fram annar leikurinn á milli St. Louis Cardinals og Boston Red Sox.

Red Sox vann fyrsta leikinn, 8-1, en Cardinals jafnaði metin í gær með 4-2 sigri.

Rauðsokkarnir voru yfir, 2-1, eftir sex lotur af níu en Kardinálarnir fóru á kostum í sjöundu lotu og kláruðu leikinn.

Fyrstu tveir leikirnir fóru fram í Boston en næstu leikir fara fram í St. Louis. Vinna þarf fjóra leiki til þess að tryggja sér titilinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×