Sport

Bill Cosby með meira áhorf en hafnabolti

The Cosby Show er enn vinsæll þáttur í Bandaríkjunum.
The Cosby Show er enn vinsæll þáttur í Bandaríkjunum.
Þjóðaríþrótt Bandaríkjamanna, hafnabolti, á undir högg að sækja í heimalandinu og áhuginn á íþróttinni fer minnkandi með hverju árinu.

Botninum var þó líklega náð á sunnudag þegar nákvæmlega enginn í Houston horfði á hafnaboltalið borgarinnar spila í sjónvarpinu.

Houston Astros var þá að spila gegn Cleveland Indians og samkvæmt Nielsen Co. mælingarfyrirtækinu var 0 prósent áhorf á leikinn í meirihluta Houston.

23 prósent heimila voru að horfa á NFL-lið Houston, Texans, tapa gegn Baltimore. 1,3 prósent voru að horfa á Nascar-kappakstur og 0,5 prósent voru að horfa á endurtekinn þátt af The Cosby Show með Bill Cosby. Þættirnir eru um 30 ára gamlir.

Þessi frétt hefur vakið mikla athygli í Bandaríkjunum og ljóst að forráðamanna MLB-deildarinnar bíður mikið verk að rífa íþróttina upp á nýjan leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×