Sport

Stunginn til bana eftir hafnaboltaleik

Það rekur hver harmleikurinn annan á amerískum íþróttavöllum. Dauðsföll hafa verið tíð og um daginn framdi maður sjálfsmorð á hafnaboltaleik.

Annað dauðsfall varð á hafnaboltaleik í gær. Þá var stuðningsmaður LA Dodgers stunginn til bana eftir leik liðsins gegn San Francisco Giants.

Giants vann leikinn, 6-4, og eftir leik sló í brýnu á milli stuðningsmanna liðanna fyrir utan leikvanginn. Einn var stunginn og lést hann af sárum sínum.

Þetta atvik átti sér stað í fyrsta leik af þremur þar sem Giants safnar peningum fyrir stuðningsmann liðsins sem var laminn illa eftir leik árið 2011.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×