Innlent

Sagðist hafa ýtt á vitlausan takka

Jakob Bjarnar skrifar
Rútan tilsýndar, við að losa úr kamri sínum.
Rútan tilsýndar, við að losa úr kamri sínum.
Bílstjórinn sem tæmdi úr kamri rútu sinnar á Selfossi er svissneskur að sögn vitnis. Hann ber því við að hafa ýtt á vitlausan takka.

Vísir greindi frá málinu í gær og var umsjónarmanni gámasvæðisins, sem sá rútuna tilsýndar við eitthvað sem hann taldi æfingaakstur, brugðið þá er hann fór til að kanna vegsummerki eftir ábendingu.

Aðkoman var fremur ógeðfelld.
Vegfarandi sem Vísir heyrði í nú fyrir stundu stóð hins vegar bílstjórann að verki og skammað hann fyrir tiltækið. Vegfarandinn segir að bílstjórinn svissneski hafa borið því við að hafa ýtt á vitlausan takka þá er hann losaði. Viðmælandi Bylgjunnar telur þessa afsökun síður en svo trúverðuga -- í raun fráleita.

Lögreglunni á Selfossi barst þetta tiltæki ekki til eyrna fyrr en daginn eftir að þetta gerðist og þá var rútan á bak og burt. Fjársektir liggja við broti sem þessu.

Rútan komin á Selfoss, með tóman kamarinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×