Lífið

Stikla úr heimildamynd Bjarkar og David Attenborough

Ólöf Skaftadóttir skrifar
Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir og heimildamyndagerðarmaðurinn David Attenborough leiða saman hesta sína í nýrri heimildamyndaþáttaseríu sem ber heitið Attenborough & Bjork: The Nature Of Music.

Hugmyndin kviknaði út frá Biophilia-verkefni Bjarkar.

Í þáttunum munu Björk og Attenborough kanna þróun tónlistar, bæði í sögu mannkyns og í samhengi við aðrar dýrategundir jarðar.

Attenborough mun bæði ræða um eigið dálæti á tónlist og hlutverk tónlistar í lífi dýra á borð við hvali og fugla.

Árið 2011 sagði Björk við Rolling Stone-tímaritið að henni fyndist David Attenborough algjör „rokkstjarna,“ en hún hefur áður sagst hafa verið með vísindi á heilanum sem barn.

Attenborough er ekki síður hrifinn af Björk, en hann sagði í viðtali við the Sun að henni þætti söngkonan íslenska heillandi.

Stikla fylgir:






Fleiri fréttir

Sjá meira


×