Sport

Hollenska blakkonan fannst látin

Ingrid Visser.
Ingrid Visser.

Spænska lögreglan fann í dag tvö lík. Samkvæmt þarlendum fjölmiðlum eru líkin af hollensku blakkonunni Ingrid Visser og unnusta hennar en þeirra hefur verið saknað í um tvær vikur.

Visser og unnustinn, Lodewijk Severein, innrituðu sig á hótel í Murcia þann 13. maí síðastliðinn en hurfu síðan fljótlega eftir það. Bílaleigubíll þeirra fannst níu dögum síðar.

Hollenskir fjölmiðlar hafa sýnt málinu mikinn áhuga og fjöldi auglýsinga með andlitum parsins voru hengd upp í Murcia er víðtæk leit stóð yfir.

Líkin fundust í gröf rétt fyrir utan Murcia. Búið er að handtaka tvo menn vegna málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×