Innlent

Umhverfisspjöll í Mývatnssveit

Minni en engin eftirspurn er eftir þessu "umhverfislistaverki".
Minni en engin eftirspurn er eftir þessu "umhverfislistaverki".
Spellvirki hafa verið unnin í Grjótagjá og Hverfjalli í Mývatnssveit og rannsakar lögreglan á Húsavík málið.

Málað var með stórum stöfum orðið : crater, eða gígur, í Karlagjá, Grjótagjá og utan í hólinn niður í skál Hverfjalls. Stafirnir eru um 90 sentimetrar á hæð og orðin allt að 17 metra löng. Að sögn vefsíðunnar Akureyri-Vikublað, telur lögreglan að spellvirkjarnir hafi beitt háþrýstisprautum við verkið og hafi þurft marga lítra af málingu til þess. Lögregla og heimamenn óska eftir upplýsingum eða ábendingum um verknaðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×