Innlent

Þórhildur og Örn Bárður í framboði

Þórhildur Þorleifsdóttir leikstjóri mun leiða lista Lýðræðisvaktarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður í komandi alþingiskosningum. Í öðru sæti verður sóknarpresturinn Örn Bárður Jónsson.

Listar flokksins fyrir Reykjavík Norður voru kynntir í dag og mun Þorvaldur Gylfason prófessor leiða þann lista og Egill Ólafsson tónlistarmaður verður í öðrusætinu.

Listi efstu frambjóðenda Lýðræðisvaktarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður er eftirfarandi:

1. Þórhildur Þorleifsdóttir, leikstjóri og fv. stjórnlagaráðsfulltrúi
2. Örn Bárður Jónsson, sóknarprestur og fv. stjórnlagaráðsfulltrúi
3. Íris Erlingsdóttir, fjölmiðlafræðingur
4. Guðbjörn Guðbjörnsson, yfirtollvörður í Reykjavík og óperusöngvari
5. Jónas Guðmundsson, fjármálastjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins
6. Sólveig Guðmundsdóttir, leikkona og framleiðandi

Lýðræðisvaktin mun bjóða fram í öllum kjördæmum í kosningunum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.