Innlent

Vill matsmenn til þess að skoða raflagnir

Kári Stefánsson.
Kári Stefánsson.
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskra erfðagreiningar, hefur krafist þess að dómari kveði til matsmann til þess að taka út raflagnir í nýju húsi sem hann lét byggja í Kópavogi.

Matsmaðurinn á að leggja mat á störf rafverktakafyrirtækisins Elmax ehf., en Kári tapaði einmitt dómsmáli gegn fyrirtækinu í desember síðastliðnum. Þá var honum gert að greiða 800 þúsund krónur fyrir vinnu þeirra. Sjálfur vildi Kári þá meina að reikningurinn væri allt of hár, og að hann væri nær 300 þúsund krónunum.

Þessu hafnaði Héraðsdómur Reykjavíkur. Nú hefur hann stefnt fyrirtækinu fyrir Héraðsdóm Reykjaness.

Kári telur nú að verk Elmax sé ekki nægjanlega vel unnið. Verjandi Elmax mótmælti spurningum sem matsmaður leitar svara við og bókaði sérstaklega mótmæli vegna þeirra.

Húsið sem Kári lét byggja er 500 fermetra glæsibygging sem stendur við Fagraþing í Kópavogi. Bygging hússins komst í fréttirnar þegar Kópavogsbær hótaði að beita Kára dagsektum þegar framkvæmdir stóðu í stað, en bæjaryfirvöld kröfuðust þess að hann gengi frá lóðinni þannig að ekki stafaði hætta af framkvæmdasvæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×