Íslenski boltinn

Borghildur fyrsta konan sem er formaður hjá Blikum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Borghildur Sigurðardóttir á heimavelli Barcelona.
Borghildur Sigurðardóttir á heimavelli Barcelona. Mynd/Fésbókin
Borghildur Sigurðardóttir framkvæmdastjóri Fjárstoðar, var kosin nýr formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks á aðalfundi deildarinnar í gær en hún tekur við af Einari Kristjáni Jónssyni sem hefur verið formaður í sjö ár. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Blikum.

Einar Kristján Jónsson hefur verið formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks frá 2005 en hann gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Breiðablik

Þetta er í fyrsta skipti í rúmlega 55 ára sögu knattspyrnudeildar sem kona tekur við embætti formanns deildarinnar. Borghildur hefur verið mjög virk í starfi deildarinnar undanfarin ár og m.a. verið formaður meistaraflokksráðs kvenna undanfarin tvö ár. Þar áður átti hún sæti í stjórn Blikaklúbbsins.

Aðrir sem voru kosnir í stjórn voru Gunnar Þorvarðarson, Vilhelm Þorsteinsson, Kristín Rut Haraldsdóttir og Kristján Ingi Gunnarsson. Í varastjórn voru kosnir Hannes Friðbjarnarson og Ingvi J. Ingvason. Rekstur deildarinnar var í jafnvægi á síðasta ári og var smávægilegur hagnaður af rekstrinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×