Innlent

"Eins og maður sé á annarri plánetu"

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Leikarar í sjónvarpsþáttunum „Game of Thrones" dásama Ísland í innslagi þar sem fylgst er með tökum á þriðju þáttaröðinni sem fram fór að nokkru leyti hér á landi.

„Já það er kalt en svo fallegt og ósnortið. Þetta er eins og maður heldur að það sé, sinnum tíu," segir Alex Graves einn af leikstjórum þáttanna.

Leikarar og aðrir leikstjórar þáttanna hafa svipaða sögu að segja. Virðast allir á einu máli hve dýrmætt sé að geta fundið aðstæður líkt og finnast hér á landi. Hér sé kalt, hér sé snjór og allt svo raunverulegt, enda er það raunverulegt.

„Það skiptir máli að koma á stað þar sem það er í raun og veru kalt og fólk þarf að vera í hópi til að halda á sér hita," segir David Benioff framleiðandi og leikstjóri.

„Landslagið virðist úr öðrum heimi. Það er eins og maður sé á annarri plánetu," segir Mackenzie Crook sem gat sér gott orð sem Gareth í bresku sjónvarpsþáttunum Office.

Aðrir hafa svipaða sögu að segja.
„Það er mikilvægt að skjóta á Íslandi því hérna færðu þetta (snjó) fimm eða sex sinnum á dag."

„Við tókum í snjóbyl í gær þ.a. við sáum ekki hversu fallegt er hérna."

„Það skiptir máli að koma á stað þar sem það er í raun og veru kalt og fólk þurfti að halda sig í hóp til að halda á sér hita."

„Þegar þú sérð andardrátt fólks er um raunverulegan andardrátt að ræða. Þegar þú sérð ís á yfirvaraskeggjum og skeggjum er um raunverulegan ís að ræða."

„Við fáum um fimm klukkustundir af dagsbirtu svo það er mikið álag að ná mörgum skotum á þeim tíma."

„Það er ekkert þessu líkt."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×