Sport

Armstrong þarf að skila Ólympíuverðlaununum sínum

Armstrong er hér lengst til hægri með verðlaunin sín sem hann þarf nú að skila.
Armstrong er hér lengst til hægri með verðlaunin sín sem hann þarf nú að skila.
Alþjóða Ólympiunefndin hefur staðfest að hjólreiðakappinn Lance Armstrong þurfi að skila bronsverðlaunum sem hann vann á Ólympíuleikunum í Sydney árið 2000.

Armstrong er þegar búinn að missa titlana sjö í Tour de France.

"Við höfum skrifað Armstrong bréf og beðið hann um að skila medalíunni," sagði talsmaður Ólympíunefndarinnar.

Armstrong mun viðurkenna ólöglega lyfjanotkun í fyrsta skipti á morgun. Þá birtist viðtal sem Oprah Winfrey tók við hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×