Innlent

Guðmundur Páll látinn

Guðmundur Páll Ólafsson
Guðmundur Páll Ólafsson
Guðmundur Páll Ólafsson, náttúrufræðingur og rithöfundur, er látinn. Hann var 71 árs, fæddur 2. júní 1941.

Guðmundur lærði meðal annars köfun, myndlist og líffræði og lauk B.Sc. gráðu frá ríkisháskólanum í Ohio. Seinna lærði hann bæði ljósmyndun og sjávarlíffræði í Stokkhólmi. Þá stundaði hann listnám í Ohio.

Hann starfaði sem skólastjóri og kennari á ferli sínum. Hann starfaði jafnframt við köfun, trésmíðar, veiðar, hönnun og teikningar. Þá starfaði hann í seinni tíð sem rithöfundur, náttúrufræðingur og ljósmyndari. Hann hlaut íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir bókina Hálendið í náttúru Íslands, og var einnig tilnefndur til verðlaunanna fyrir Perlur í náttúru Íslands og Ströndin í náttúru Íslands.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×