Viðskipti innlent

Heildaraflinn jókst um 8%

Á sjó Mesta aukningin á síðasta ári var í loðnuafla. Þrefalt meira veiddist af loðnu en árið 2010. Fréttablaðið/Óskar
Á sjó Mesta aukningin á síðasta ári var í loðnuafla. Þrefalt meira veiddist af loðnu en árið 2010. Fréttablaðið/Óskar
Heildarafli íslenskra skipa var tæp 1.149 þúsund tonn á síðasta ári. Það er aukning um 85 þúsund tonn frá árinu 2010, sem jafngildir átta prósentum. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofunni.

Verðmæti aflans jókst um 15,7% frá 2010 og nam tæpum 154 milljörðum í fyrra. Þá er ótalið verðmæti aukaafurða sem falla til við fiskvinnslu, sem var 3,7 milljarðar í fyrra og hafði aukist um 15,8% frá 2010. Uppsjávarafli nam um 61,3% af heildaraflanum, botnfiskafli 35,2%, flatfiskafli 2% og afli skel- og krabbadýra tæpu einu prósenti.- þj





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×