Erlent

Tvær plánetur við tvístirni

Geimsýn Tvær reikistjörnur hafa fundist á braut um sama tvístirnið. Slíkt fyrirbrigði hefur ekki áður sést og heyrir til nokkurra tíðinda. Mynd/NASA
Geimsýn Tvær reikistjörnur hafa fundist á braut um sama tvístirnið. Slíkt fyrirbrigði hefur ekki áður sést og heyrir til nokkurra tíðinda. Mynd/NASA
Stjörnufræðingar NASA hafa fundið tvær reikistjörnur sem eru á braut um tvær sólir, svokallað tvístirni.

Síðasta árið eða svo hafa fundist nokkrar reikistjörnur á braut um tvístirni, en nú hefur Kepler-sjónaukinn varpað ljósi á að fleiri en ein reikistjarna getur verið á braut um eitt tvístirni.

Tvístirnið er í um það bil 4.900 ljósára fjarlægð frá jörðu. Önnur plánetan, Kepler-47c, er staðsett á hinu svokallaða lífbelti stjarnanna, þar sem lífvænlegar aðstæður gætu verið til staðar, nema að um er að ræða gashnött en ekki berghnött.- þj



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×