Erlent

Smitaði fólk af alnæmisveiru

HIV veiran.
HIV veiran.
Svissneskur nálastungulæknir hefur verið ákærður fyrir að hafa vísvitandi smitað sextán manns af alnæmisveirunni.

Hann er meðal annars sagður hafa komið smituðu blóði í fólk með nálastungum, en einnig er hann sagður hafa byrlað lyf í drykki fólks og smitað það af veirunni eftir að það varð meðvitundarlaust.

Sjálfur er hann ekki HIV-jákvæður, en á nú yfir höfði sér fimm til tíu ára fangelsi. - gb



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×