Innlent

Bensen fannst í flugeldum

flugeldar Sýni KR-flugelda og Alvöru flugelda reyndust innihalda of mikið magn hexaklórbensens.
fréttablaðið/pjetur
flugeldar Sýni KR-flugelda og Alvöru flugelda reyndust innihalda of mikið magn hexaklórbensens. fréttablaðið/pjetur
Umhverfisstofnun mældi magn þrávirka efnisins hexaklórbensen í flugeldum og skotkökum níu innflytjenda. Í tveimur sýnishornum reyndist efnið vera yfir leyfilegu magni, en það var í flugeldum frá KR-flugeldum og Alvöru flugeldum.

Umhverfisstofnun ákvað að taka sýnin eftir að efnið hafði fundist í flugeldum í nágrannalöndunum og efnið mældist í andrúmslofti á nýársnótt 2011. Leyfileg mörk efnisins miðast við 50 míkrógrömm í kílói (µg/kg). Í sýni Alvöru flugelda mældist mest 210 µg/kg og frá KR-flugeldum 600 µg/kg.- kóp



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×