Innlent

Áhersla á sambandið við Færeyjar

Við samningsborðið Íslensk stjórnvöld hafa kynnt afstöðu Íslands í tveimur málaflokkum til viðbótar.
Við samningsborðið Íslensk stjórnvöld hafa kynnt afstöðu Íslands í tveimur málaflokkum til viðbótar. Mynd/FRamkvæmdastjórn ESB
ESB Ísland leggur mikla áherslu á að sambandið við Færeyjar sé varðveitt þrátt fyrir að til ESB-aðildar komi. Þetta er meðal þess sem kemur fram í samningsafstöðu Íslands varðandi utanríkistengsl, en samningsafstaða varðandi þann málaflokk annars vegar og um tollabandalag hins vegar var opinberuð í gær.

Í afstöðunni um utanríkistengsl er tíundað hið nána samband milli Íslands og Færeyja sem endurspeglast í Hoyvíkur-samningnum svonefnda, en það er víðtækasti fríverslunarsamningur sem Ísland hefur gert.

Einnig eru settar fram kröfur um að sem minnst röskun verði á innflutningi á aðföngum til orkufreks iðnaðar, hráefnis til fiskvinnslu og aðfanga til fiskvinnslu og fiskeldis.

Þá er gerður fyrirvari um mikilvægi tollaverndar fyrir innlendan landbúnað, en það mun tengjast samningaviðræðum um landbúnaðarmál.

Með þessu hefur Ísland lagt fram samningsafstöðu í 24 samningsköflum, en alls eru kaflarnir 33. Viðræður eru hafnar í átján köflum og er þegar lokið í tíu.

Í tilkynningu frá utanríkisráðuneyti segir að búist sé við því að viðræður hefist í umræddum málaflokkum fyrir áramót. - þj



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×