Viðskipti innlent

Fótboltakappi opnar ísbúð með Emmessís í Belgíu

Stefán Gíslason.
Stefán Gíslason.
Knattspyrnukappinn Stefán Gíslason opnaði nýlega ásamt komu sinni, Hörpu Lind Harðardóttur, ísbúðina YoConcept í belgíska bænum Leuven þar sem boðið er upp á íslenskan jógúrtís frá Emmessís.

„Það eru bara um þrjár vikur frá opnun, en viðtökurnar hafa verið mjög góðar," segir Stefán, sem gekk til liðs við OH Leuven í efstu deild í upphafi árs.



Svona lítur ísbúðin út.


Stefán segist hafa kynnt sér ýmsa valkosti varðandi jógúrtísinn, en litist best á Emmessís og þeirra vöru. „Við stefndum að því að koma með eitthvað íslenskt hingað út. Jógúrtísinn frá Emmess er það besta sem í boði er og kúnnarnir eru ánægðir."

Spurður hvort þessi búð sé forsmekkurinn að einhverju öðru segir Stefán aldrei að vita. „Ég hef lengi velt fyrir mér hvað tæki við eftir að ferlinum lyki. Þetta er klárlega spennandi og kannski fyrsta skrefið en við sjáum til hvernig þetta þróast." - þj





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×