Viðskipti innlent

Viðsnúningur í afkomu OR

Bjarni Bjarnason forstjóri OR.
Bjarni Bjarnason forstjóri OR.
Orkuveita Reykjavíkur (OR) hagnaðist um ríflega þrjá milljarða króna á öðrum ársfjórðungi. Til samanburðar tapaði fyrirtækið rúmum sex milljörðum króna á sama tímabili í fyrra. OR skilaði þó samanlagt rúmlega 900 milljóna tapi á fyrri helmingi ársins.

Tap á tímabilinu má rekja til veikingar krónunnar og lækkunar álverðs á fyrri helmingi ársins. Þannig voru reiknuð áhrif þessara og annarra óinnleystra fjármagnsliða á heildarafkomuna neikvæð um 8,5 milljarða á tímabilinu.

„Uppstokkunin í rekstri Orkuveitunnar hefur nú skilað sér í góðri afkomu eins og að var stefnt með Planinu," sagði Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, í fréttatilkynningu um árshlutauppgjörið en rekstrarhagnaður á fyrri helmingi ársins jókst verulega.- mþl





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×