Innlent

Gísli J. Ástþórsson látinn

Gísli J. Ástþórsson
Gísli J. Ástþórsson
Gísli J. Ástþórsson, fyrrverandi blaðamaður Morgunblaðsins, teiknari og rithöfundur, lést á laugardaginn, 89 ára að aldri.

Gísli fæddist í Reykjavík 5. apríl 1923. Hann lauk BA-prófi í blaðamennsku frá University of North-Carolina árið 1945, en hann var fyrsti Íslendingurinn með háskólapróf í því fagi.

Gísli var ritstjóri fréttablaðsins Reykvíkings, Vikunnar og síðar Alþýðublaðsins. Þar birtust fyrstu ádeiluteikningar hans við upphaf þorskastríðsins árið 1958. Hann starfaði á Morgunblaðinu frá 1973 til 1993, en þar hafði hann starfað í upphafi ferils síns.

Eftir Gísla liggja átta bækur, auk sex kilja með myndasögum um Siggu Viggu og félaga. Þá hefur hann skrifað fjögur leikverk.

Eftirlifandi eiginkona Gísla er Guðný Sigurgísladóttir og eignuðust þau þrjú börn.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×