Innlent

Rekstrarfé nýtt til tækjakaupa

Aðalbygging LSH Rekstrarfé hefur verið skorið niður um níu milljarða á síðustu árum.fréttablaðið/pjetur
Aðalbygging LSH Rekstrarfé hefur verið skorið niður um níu milljarða á síðustu árum.fréttablaðið/pjetur
Rekstur Landspítalans var, í fyrsta skipti síðastliðin þrjú ár, neikvæður. Þetta sýnir hálfsársuppgjör spítalans. Hallinn er 84 milljónir króna fyrstu sex mánuði ársins en 61 milljón sé litið til síðustu sjö mánaða.

Þetta kemur fram í skrifum Björns Zoëga á heimasíðu LSH, sem býst hins vegar við að það takist að halda spítalanum innan fjárheimilda ársins.

Björn gerir ástæður hallans að umtalsefni í pistlinum. Starfsemin hefur aukist, sjúklingar liggja lengur inni og fleira fólk leitar eftir þjónustu spítalans.

„Þetta kemur ofan í það að rekstrarfé hefur verið skorið niður um 23% á síðustu árum og erum við nú á þessu ári að reka spítalann fyrir meira en níu milljarða lægri upphæð heldur en árið 2007, uppreiknað fyrir árið í ár. Önnur atriði sem einnig hafa áhrif eru að ýmis rekstrarkostnaður hefur aukist og við höfum einnig þurft að taka töluvert af rekstrarfé í kaup og endurnýjun á tækjum sem hafa verið að bila og gefa sig síðustu mánuðina," skrifar Björn.

Björn telur að það takist að reka spítalann áfram þannig að þjónustan verði eins hagkvæm og örugg og mögulegt er. - shá



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×