Tíska og hönnun

Mótmæltu Teen Vogue

Teen Vogue Þess er krafist af tímaritinu að það noti ekki tölvutækni til að breyta útliti fyrirsæta.
Teen Vogue Þess er krafist af tímaritinu að það noti ekki tölvutækni til að breyta útliti fyrirsæta.
Tvær stúlkur efndu til mótmæla við skrifstofur Teen Vogue í vikunni og vildu með því hvetja tímaritið til þess að breyta ekki útliti fyrirsæta í blaðinu með aðstoð tölvutækni.

Í apríl safnaði hin fjórtán ára Julia Bluhm 85.000 undirskriftum þar sem þess var krafist af tímaritinu Seventeen að hætt væri að nota tölvuforrit til að breyta útliti fyrirsæta. Tímaritið sendi út tilkynningu þar sem það lofaði að „breyta aldrei líkama eða andlitsdráttum stúlkna". Stúlkurnar krefjast nú hins sama af Teen Vogue.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×