Innlent

Augun svíkja ekki lygarann

Breskir vísindamenn segjast hafa afsannað þá kenningu að merkja megi lygar af augnagotum fólks.

Vísindamennirnir tóku upp myndband með sjálfboðaliðum þar sem þeir ýmist lugu eða sögðu satt.

Síðan voru aðrir fengnir til að bera kennsl á lygarnar. Engin tengsl reyndust vera á milli lyga og augnagota.

Eftir sem áður sýnir rannsóknin að önnur hegðun lygara er ólík hegðun hinna sannsöglu.- jse



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×