Innlent

Húseiningar standa á víðavangi

Séð frá Reykjanesbraut Húseiningarnar blasa við frá Reykjanesbrautinni og líkjast helst listaverki sem hefur verið komið þarna fyrir. fréttablaðið/pjetur
Séð frá Reykjanesbraut Húseiningarnar blasa við frá Reykjanesbrautinni og líkjast helst listaverki sem hefur verið komið þarna fyrir. fréttablaðið/pjetur
Húseiningar hafa um nokkra hríð staðið við Reykjanesbraut. Einingarnar eru á nokkuð áberandi stað enda blasa þær við vegfarendum sem keyra Reykjanesbrautina.

Einingarnar eru þó ekki á veginum sjálfum heldur eru þær á hverfisvegi sem liggur samsíða Reykjanesbrautinni. Þær eru því ekki fyrir umferð.

Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri í Vogum, segir einingarnar hafa staðið við veginn í rúma viku, en sjónarvottur fullyrðir hins vegar að þær hafi verið þar mun lengur. Ásgeir segir einingarnar eiga sér eðlilegar skýringar.

„Það er verið að byggja þarna hús í hrauni þannig að þetta eru erfiðar aðstæður. Væntanlega hefur þetta verið eina jafnsléttan sem þeir hafa fundið til þess að tylla einingunum á."

Hann segir biðina eftir að húseiningarnar verði fjarlægðar eðlilega. Það þurfi að steypa plötuna í húsinu á sama tíma og einingarnar séu settar á sinn stað. „Við bara göngum út frá því að það muni gerast einhverja þessa dagana fyrst einingarnar eru komnar á staðinn og búið er að taka út lagnir. Þannig að þetta mál er bara í eðlilegum farvegi.- ktg



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×