Innlent

Góður árangur af aðgerðum hér

Landspítali Aðgerðir vegna lungnakrabbameins voru skoðaðar frá árinu 1994 til 2008. fréttablaðið/vilhelm
Landspítali Aðgerðir vegna lungnakrabbameins voru skoðaðar frá árinu 1994 til 2008. fréttablaðið/vilhelm
99 prósent sjúklinga sem fara í skurðaðgerðir vegna lungnakrabbameins á Íslandi lifa aðgerðina af og lífslíkur þeirra sem ganga undir aðgerðir hafa batnað mikið. Árangurinn af skurðaðgerðum hér á landi er mjög góður í alþjóðlegum samanburði.

Þetta kemur fram í grein íslenskra vísindamanna við Háskóla Íslands og Landspítalann, sem birtist nýlega í blaðinu Journal of Thoracic Oncology, sem er eitt virtasta tímarit heims á sviði krabbameinslækninga.

Í grein íslensku vísindamannanna var árangur skurðaðgerða vegna lungnakrabbameins á árunum 1994 til 2008 skoðaður. 26 prósent sjúklinga með lungnakrabbamein gengust undir skurðaðgerð, sem er hátt hlutfall miðað við önnur Evrópulönd. Hlutfallið er til dæmis undir 20 prósentum á Norðurlöndunum.

Greinin byggir á meistaraverkefni Húnboga Þorsteinssonar í læknisfræði, en hann er nú kandídat á Landspítalanum. Húnbogi vann verkefnið hjá Tómasi Guðbjartssyni prófessor en Steinn Jónsson, Helgi J. Ísaksson, Ásgeir Alexandersson, Guðrún Nína Óskarsdóttir og Rut Skúladóttir voru aðrir höfundar. - þeb



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×