Innlent

Greinir ösku í kílómetra fjarlægð

AVoiD Tækið er fest á hlið flugvélarinnar og sendir upplýsingar í stjórnklefa vélarinnar.mynd/NILU
AVoiD Tækið er fest á hlið flugvélarinnar og sendir upplýsingar í stjórnklefa vélarinnar.mynd/NILU
Breska lággjaldaflugfélagið EasyJet hefur hafið prófanir á öskunema sem á að lágmarka áhættu flugfarþega þegar flogið er um svæði mettað af eldfjallaösku. Eldgosið í Eyjafjallajökli árið 2010 og afleiðingar þess er stór þáttur í að þessi tækni er prófuð nú.

Þegar gaus í Eyjafjallajökli lagðist öskuský yfir Atlantshafið og meginland Evrópu svo flugfélög urðu að fresta yfir 100.000 flugferðum til og frá Evrópu og innan álfunnar. Samkvæmt Norsku loftrannsóknarstofnuninni (NILU) var enginn áhugi á tækninni áður en gaus í Eyjafjallajökli.

Búnaðurinn, sem kallaður er AVOID, sendir innrauðar myndir í stjórnklefa flugvélarinnar. Þar getur flugstjóri greint öskuský í allt að 100 kílómetra fjarlægð og gert nauðsynlegar ráðstafanir í tæka tíð. Tækið er fest á hlið flugvélarinnar.

Prófanirnar verða gerðar með því að nota sand úr Sahara-eyðimörkinni til að líkja eftir eldfjallaösku. Notuð verður Airbus A340-þota til tilraunanna.

Næsta skref prófananna verður að fljúga búnaðinum nærri gjósandi eldfjalli.- bþh



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×