Sport

Garpar og Mammútar sigursælir norðan heiða

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mammútar frá vinstri: Ólafur Hreinsson, Árni Grétar Árnason, Hallgrímur Valsson og Kristján Bjarnason.
Mammútar frá vinstri: Ólafur Hreinsson, Árni Grétar Árnason, Hallgrímur Valsson og Kristján Bjarnason. Mynd/Skautafélag Akureyrar
Garpar stóðu uppi sem sigurvegarar á bikarmóti Krulludeildar Skautafélags Akureyrar sem lauk í gærkvöldi.

Garpar sigruðu Skytturnar í framlengdum úrslitaleik, 9-7, eftir að Skytturnar höfðu leitt leikinn lengst af. Þetta er í níunda skipti sem Bikarmót Krulludeildar SA fer fram. Fyrst var keppt árið 2004 en undanfarin ár hefur verið keppt um bikar sem Garpar gáfu til minningar um fyrrum liðsmann sinn og fyrrverandi formann SA, Magnús E. Finnson.

Fyrir viku stóðu Mammútar uppi sem sigurvegarar á Gimli Cup mótinu sem Skautafélag Akureyrar stóð einnig fyrir. Keppt var í einum riðli, allir við alla og urðu Mammútar einir efstir með fjóra vinninga af fimm.

Í Gimli Cup er keppt um bikar sem gefinn var Krulludeildinni af Vestur-Íslendingum við vígslu Skautahallarinnar á Akureyri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×