Innlent

Mikil leit að sjómanni sem féll fyrir borð af Múlaberginu

Leit stóð fram á nótt að sjómanni af togaranum Múlabergi frá Siglufirði, sem féll fyrir borð einhverntímann eftir að skipið lét úr höfn í gærdag.

Það uppgötvaðist hinsvegar ekki fyrr en um kvöldmatarleitið. Björgunarskip Landsbjargar á Siglufirði var þegar sent til leitar, nærstödd skip og bátar beðin að taka þátt í leitinni og þyrla Gæslunnar var send á vettvang, en leitin bar engan árangur, enda leitarsvæðið mjög stórt.

Þyrlunni var snúið til Reykjavíkur í nótt og björgunarskipið kom til hafnar klukkan fjögur í nótt. Togarinn kom til heimahafnar um miðnætti, þar sem skýrsla var tekin af áhöfninni.

Ákvörðun um framhaldið verður svo tekin með morgninum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×