Sport

Jón Margeir í úrslit á nýju Íslandsmeti | Kolbrún Alda stórbætti metið

Jón Margeir Sverrisson
Jón Margeir Sverrisson
Sundmaðurinn Jón Margeir Sverrisson setti glæsilegt Íslandsmet í 200 metra skriðsundi í undanrásum á Ólympíumóti fatlaðra í London í morgun. Hann kom í mark á 2:00,32 mínútum og náði næstbesta tíma undanrásanna.

Jón Margeir keppir í úrslitum klukkan 16:48 í dag. Ljóst er að Jón Margeir á góðan möguleika á að næla sér í verðlaun í greininni sem er hans sterkasta.

Kolbrún Alda Stefánsdóttir bætti einnig Íslandsmet sitt í 200 metra skriðsundi en náði ekki að komast í úrslit. Kolbrún Alda synti á tveimur mínútum 24 komma 57 sekúndum og átti tólfta besta tímann af 21 keppenda.

Kolbrún Alda, sem er aðeins 15 ára, bætti Íslandsmet sitt um rúmar fjórar sekúndur. Ekki nóg með það heldur er millitími hennar, 1:08,82 mínútur, nýtt Íslandsmet í 100 metra skriðsundi. Glæsilegur árangur á hennar fyrsta Ólympíumóti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×