Sport

Vildi slæma stráka í liðið | Settur í þriggja leikja útvarpsbann

Allen Pinkett.
Allen Pinkett.
Það eru strangar reglur í kringum ruðningslið Notre Dame-háskólans enda skóli byggður á kaþólskum grunni þar sem kærleikurinn er hafður í hávegum.

Notre Dame hefur oftar en ekki teflt fram sterku ruðningsliði en einn af lýsendum Notre Dame-útvarpsins vill fá fleiri slæma stráka í liðið.

Sá heitir Allen Pinkett og var hlaupari liðsins frá 1983-85.

"Ég hef alltaf verið á því að til að ná árangri þurfi nokkra slæma stráka í liðið. Menn sem láta virkilega finna fyrir sér," sagði Pinkett.

Íþróttnefnd skólans var lítt hrifin af þessum ummælum og setti lýsandann í þriggja leikja bann frá útvarpinu.

Pinkett hefur beðist afsökunar.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×