Sport

Djokovic ekki í vandræðum með Del Potro

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Novak Djokovic tryggði sér sæti í undanúrslitum Opna bandaríska meistaramótsins í tennis sjötta árið í röð með öruggum sigri á Juan Martin del Potro í nótt.

Djokovic vann með þremur settu gegn engu, 6-2, 7-6 og 6-4, en hann hefur enn ekki tapað setti á öllu mótinu.

Viðureignin var þó jafnari en tölurnar gáfu til kynna en eftir að Djokovic kláraði annað settið í upphækkun sigldi hann sigrinum örugglega í höfn.

„Hann er að spila betur og betur í hverri viðureign. Hann er sigurstranglegastur á þessu móti," sagði Del Potro um andstæðing sinn.

Djokovic mætir David Ferrer í undanúrslitum en sá síðarnefndi hafði betur gegn Janko Tipsarevic í fjórðungsúrslitum í gærkvöldi.

Í hinni undanúrslitaviðureigninni eigast við þeir Tomas Berdych og Andy Murray.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×