Innlent

Ólöf Nordal hættir á þingi

mynd/GVA

Ólöf Nordal, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar að hætta á þingi í vor og flytja til Sviss þegar kjörtímabilinu lýkur þar sem eiginmaður hennar, Tómas Már Sigurðsson, tók nýlega við sem forstjóri Alcoa í Evrópu.

Ólöf segist í viðtali við Sunnudagsmoggann í dag ekki ætla að hætta afskiptum af stjórnmálum og útilokar ekki endurkomu síðar.

Hún ætlar að taka þátt í mótun stefnu flokksins fyrir næstu kosningar og hætta sem varaformaður á næsta landsfundi. Þá segir hún Alþingi þurfa að takast á við erfiðar ákvarðanir í vetur bæði hvað varðar efnahagsmálin og breytingar á stjórnarskrá.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.