Innlent

Russell Crowe spilar meðal annars í Hörpunni

Russel Crowe er svalur á því. Hann ætlar að eyða deginum í að spila tónlist fyrir Íslendinga.
Russel Crowe er svalur á því. Hann ætlar að eyða deginum í að spila tónlist fyrir Íslendinga.

Stórleikarinn Russel Crowe mun spila á þrennum tónleikum á Menningarnótt í dag og í kvöld. Fyrst mun hann stíga á stokk í Norðurljósasal Hörpunnar.

Tónleikar Russels hefjast þá klukkan hálf sex. Síðar mun hann spila á tónleikum sem útvarpsstöðin X-ið stendur fyrir en það verður í bakgarði skemmtistaðarins ellefunnar klukkan hálf níu í kvöld.

Klukkutíma síðar mun hann spila á gistiheimilinu Kex við Skúlagötu. Tónlistarmaðurin Alan Thomas Doyle mun troða upp með leikaranum heimsfræga. Þá hefur Gamli Gaukurinn tilkynnt að stjarnan muni troða upp á staðnum eftir flugeldasýninguna klukkan ellefu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.