Innlent

Tökur á Game of Thrones hefjast í nóvember

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Frá tökum á seríu tvö í Game of Thrones.
Frá tökum á seríu tvö í Game of Thrones. mynd/ vilhelm.
Tökur á nýrri þáttaröð af Game of Thrones munu hefjast um miðjan nóvember. Þetta staðfestir Snorri Þórisson, hjá kvikmyndaframleiðslufyrirtækinu Pegasus, í samtali við Vísi. „Þeir koma hérna í nóvember," segir Snorri. Tökurnar munu fara fram á svæði við Mývatn.

Ísland kom mikið við sögu í seríu tvö af Game of Thrones og sagði Snorri við Vísi í vor að tökur hefðu gengið mjög vel. „Veðrið lék við okkur. Við fengum vont veður þegar það átti að vera vont og gott veður þegar það átti að vera gott. Þannig að þetta gekk allt upp," sagði hann.

Það er því ekki að furða þótt erlendir kvikmyndagerðamenn sæki mikið til Íslands um þessar mundir, en eins og vitað er munu að minnsta kosti fjórar Hollywoodmyndir verða teknar upp hér á landi áður en árið er liðið.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×